Færsluflokkur: Bloggar
4.6.2018 | 13:06
Búddha verkefni
Í þessu verkefni skrifaði ég um Siddharta Gautama og hver hann er. Ég vann verkefnið í sway. Mér fannst þetta verkefni ekkert spes en það var alveg gaman að vinna með bekkjarfélögunum.
Hérna geturðu séð Sway verkefnið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2018 | 13:04
Náttúrufræði
Í þessu náttúrafræðaverkefni gerðum við um heilsu. Við máttum vera tvö og tvö eða bara ein og ég ákvað að vera ein í þessu verkefni. Ég ákvað að skrifa um vöðva og kynþroskann. Fyrst þurfti ég að finna upplýsingar um vöðvana og setja það inn á glogster, og það sama með kynþroskann. Svo fann ég myndir og gerði glogsterið ágætlega flott.
Mér fannst þetta verkefnið bara ágætlega skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2018 | 12:04
Ensku verkefni
Mér fannst ensku verkefnið um unique places in iceland bara fínt, ég átti að vegja mer 4 staði og skrifa um þá. Það var alveg gaman að búa til glogsterin en það alveg erfitt að finna upplýsingar um staðina.Staðirnir sem ég valdi voru Hallgrímskirkja, Goðafoss, laugarvegur, Harpa.
Ég byrjaði bara á því að finna upplýsingar um staðina. Svo fór ég í glogster og fann myndir og gerði glogsterið fínt. Svo bjó ég til kynningu og kynnti fyrir bekknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2018 | 11:16
vestmannaeyjar
Ég fór í ferð með bekknum til Vestmannaeyja 24.- 25. maí. Við fórum með skipinu Herjólf frá Landeyjarhöfn. Þegar við komum til Vestmannaeyja fórum við á skátaheimili.Við settum dóti okkar inn og fórum í rútu til að fara á slóðir Tyrkjaránsins.Eftir það fórum við aftur í skátaheimilið og komum okkur fyrir, svo fór helmingurinn í sundi en nokkrir voru eftir. Þeir sem voru eftir fóru á hoppdýnu og þegar við fórum aftur til baka máluðum við hvort annað, spiluðum og spjölluðum. Síðan byrjuðu krakkarnir að safnast saman og við fórum öll í leiki. Síðan var kvöldvaka og það voru sýnd atriði, svo fórum við bara að hátta. Næsta dag fór helmingurinn á hoppdýnuna og hinn að spranga. Það var svo ótrúlega gaman að spranga og á hoppdýnuna fórum við bara í fullt af leikjum. svo eftir allt fjörið var tími að fara heim. Tókum Herjólf til baka og svo rútu niður í skóla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Helena Rut Hallgrímsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar